Janteloven – aldrei í mínu lífi!
– pistill eftir íslenska konu í Noregi Ég flutti til Noregs með íslenska orku og bros á vör. Ég var og er mjög stolt af bakgrunni mínum, fagnaði sigrum stórum sem smáum og talaði hátt og skýrt þegar mér fannst eitthvað mikilvægt. Þannig er ég alin upp. Ég ólst upp á Íslandi þar sem stelpur jafnt sem strákar voru hvattar til að trúa á sjálfar sig. Ég man hvað ég var stolt þegar við fengum fyrstu konu í heiminum kjörna sem forseta – og svo síðar samkynhneigða konu sem forsætisráðherra. Við erum smá þjóð, en við hugsum stórt. Svo kom ég til Noregs – og uppgötvaði eitthvað ég hafði ekki séð: Janteloven. Það var ekkert verið að tala um það beint, en það var einhvern veginn alls staðar, samt. Ég sá það í skólanum hjá dóttur minni, sá mikinn mun á strákum og stelpum og þegar ég sagði stolt frá einhverju sem ég hafði gert, fékk ég köld svör eða þögn. Þegar ég hrósaði sjálfri mér eða öðrum, fannst mér andrúmsloftið breytast. Það var eins og það væri bara eitt leyfilegt hugarfar: Ekki halda að